Innlent

Yfir 20 manns geta höfðað mál

Yfir tuttugu manns eru taldir hafa nægileg gögn í höndunum til að höfða mál á hendur olíufélögunum fyrir að hafa greitt of mikið fyrir eldsneyti undanfarin ár, þegar olíufélögin höfðu með sér samráð um verðið. Neytendasamtökin ætla að styðja málsóknir fólksins, ef til kemur, en hver og einn mun sækja sitt mál. Eldsneytisnótur og vísanótur eru meðal gagna sem viðkomandi þurfa að leiða fram og svo er það dómstóla að meta hvort, og hvaða gögn, teljast gild við málssókn. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður fjallaði um málið á fundi Neytendasamtakanna í gærkvöldi og telur hann líklegt að skaðabótagrundvöllur sé fyrir hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×