Innlent

Útiloka ekki íkveikju

Lögreglurannsókn vegna brunans á Sauðarkróki um síðustu helgi þar sem ungur maður lést hefur litlu skilað enn sem komið er. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Hann hafi vonast eftir því að fá þær fyrir helgi en það hafi ekki orðið raunin. Hann segir að framhald rannsóknarinnar velti mikið á þeim niðurstöðum. Aðspurður hvort talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð segir hann það sé ekki útilokað. Aðspurður segir hann heldur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða þar sem eldsupptök séu ókunn. Björn segir alveg öruggt að lögreglan muni þurfa að taka skýrslur af einhverjum aftur. Þar með talið ungum manni sem slapp ómeiddur úr brunanum og hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×