Bílvelta við Eyrarhlíð
Bifreið valt um hádegisbilið á laugardag við Eyrarhlíð í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Ekki voru nein sjáanleg meiðsl á ökumanni en hann kenndi einhverra eymsla. Hann var fluttur með sjúkrabíl á fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og gekkst undir skoðun en samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni slapp hann mjög vel, án nokkurra meiðsla. Bifreiðin skemmdist töluvert mikið og telur lögreglan á Ísafirði að mikil hálka hafi verið orsök slyssins.