Allt ónýtt í Nóatúni 11. desember 2004 00:01 Eldur kviknaði í hluta verslunar Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut 121 aðfaranótt laugardags. Mikill eldur var í verslun Nóatúns í húsinu og um það leyti sem slökkvulið bar að garði sprakk gluggi á versluninni og gengu eldtungur út úr Nóatúni. Vel gekk að slökkva eldinn og tók það tiltölulega lítinn tíma. Engin slys voru á fólki enda verslunin mannlaus en gjörsamlega allt er ónýtt í verslun Nóatúns. Tilkynning barst slökkvuliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 0.41 og var það komið á staðinn klukkan 0.47 auk aukavaktar. Reyklosa þurfti rými verslunarinnar eftir að eldurinn var slökktur sem og loftið og nokkrar hæðir og var það búið um þrjú leytið. Ekkert tjón varð á öðrum fyrirtækjum eða íbúðum í húsinu en þrífa þarf allt húsið. Enginn íbúi var beðinn um að yfirgefa heimkynni sín á meðan á slökkvustarfi stóð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í kringum kjötborð verslunar Nóatúns. "Okkur líður ekki mjög vel og þetta er afskaplega sárt eins og er enda stutt í jólin," segir Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns. "Verslunin er algjörlega ónýt, það er sama hvað það er, og við búumst ekki við að opna aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir fjórar til sex vikur. Við þurfum að hreinsa allt út og byrja upp á nýtt," segir Krisinn en þetta óhapp hefur ekki áhrif á starfsfólk verslunarinnar. "Við færum starfsfólkið á milli verslana og því þarf það ekki að hafa áhyggjur af vinnu sinni. Við gerum bara betur þegar við opnum verslunina á ný og bætum hana til muna," segir Kristinn sem reynir að horfa á björtu hliðarnar með starfsfólki sínu í skugga þessa hörmulega atburðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Eldur kviknaði í hluta verslunar Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut 121 aðfaranótt laugardags. Mikill eldur var í verslun Nóatúns í húsinu og um það leyti sem slökkvulið bar að garði sprakk gluggi á versluninni og gengu eldtungur út úr Nóatúni. Vel gekk að slökkva eldinn og tók það tiltölulega lítinn tíma. Engin slys voru á fólki enda verslunin mannlaus en gjörsamlega allt er ónýtt í verslun Nóatúns. Tilkynning barst slökkvuliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 0.41 og var það komið á staðinn klukkan 0.47 auk aukavaktar. Reyklosa þurfti rými verslunarinnar eftir að eldurinn var slökktur sem og loftið og nokkrar hæðir og var það búið um þrjú leytið. Ekkert tjón varð á öðrum fyrirtækjum eða íbúðum í húsinu en þrífa þarf allt húsið. Enginn íbúi var beðinn um að yfirgefa heimkynni sín á meðan á slökkvustarfi stóð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í kringum kjötborð verslunar Nóatúns. "Okkur líður ekki mjög vel og þetta er afskaplega sárt eins og er enda stutt í jólin," segir Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns. "Verslunin er algjörlega ónýt, það er sama hvað það er, og við búumst ekki við að opna aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir fjórar til sex vikur. Við þurfum að hreinsa allt út og byrja upp á nýtt," segir Krisinn en þetta óhapp hefur ekki áhrif á starfsfólk verslunarinnar. "Við færum starfsfólkið á milli verslana og því þarf það ekki að hafa áhyggjur af vinnu sinni. Við gerum bara betur þegar við opnum verslunina á ný og bætum hana til muna," segir Kristinn sem reynir að horfa á björtu hliðarnar með starfsfólki sínu í skugga þessa hörmulega atburðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira