Innlent

Bruninn á versta mögulega tíma

Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúns, segir næstu tvo til þrjá daga skera úr um hvenær hægt verði að opna verslunina við Hringbraut aftur. Allar vörur hafa verið fjarlægðar úr búðinni en Sigurður segir þá ákvörðun hafa verið tekna í samráði við tryggingarfélag fyrirtækisins. Hann vildi ekki svara því hvort verslunin væri með rekstrarstöðvunartryggingu. Sigurður segir brunaviðvörunarkerfi hafa verið í versluninni og allur sá búnaður hafi verið eins og best verður á kosið. "Staðreyndin er að eldurinn hafði logað í mjög stuttan tíma þegar slökkviliðið kom á staðinn. Heimildir blaðsins segja eldinn hafa kviknað út frá rafmagni, hugsanlega í rafmagnstöflu. Sigurður segir brunann hafa orðið á alversta tíma sem hugsast geti vegna jólaverslunarinnar. Það hefði strax verið skárra ef bruninn hefði orðið viku fyrr eða viku seinna. Hann vill þó ekki segja til um hvort þeir missi af því sem eftir er af jólaösinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×