Innlent

Sjö handteknir vegna þýfis

Sjö menn voru handteknir í íbúð í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir að þýfi fannst í íbúðinni. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum í neyslupakkningum, kannabis og annað hvort amfetamín eða kókaín. Lögreglan var upphaflega kölluð á svæðið vegna kvartana nágranna um hávaða. Þegar lögreglumennirnir komu á svæðið sáu þeir glitta í verkfæri fyrir byggingaiðnað sem grunur lék á að væri þýfi að verðmæti hundraða þúsunda. Mennirnir sem eru á fertugsaldri og niður í sautján ára gamlir hafa allir komið eitthvað áður við sögu lögreglu. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis og vímuefna þegar lögregla kom á staðinn.Húsleitir voru gerðar í kjölfarið á heimili þeirra sem voru gestkomandi í íbúðinni. Rannsókn lögreglu miðast af því að finna út hvaðan þýfið er. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×