Mikið af falsaðri merkjavöru 28. desember 2004 00:01 Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira