Sport

Fimm stiga sigur á Englandi

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í gækvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Íslenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur í kvöld og þá í Sheffield. Hin 16 ára Helena Sverrisdóttir var allt í öllu í íslenska liðinu með 19 stig, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta en þær Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir skoruðu báðar 11 stig. Það munaði einnig mikið um framlög Keflvíkinganna tveggja, Rannveigar Randversdóttir og Maríu Ben Erlingsdóttur af bekknum en saman skoruðu þær 17 stig og nýttu 8 af 14 skotum sínum. "Ég var mjög ánægður með karakterinn í liðinu, að klára leikinn þegar við vorum búin að missa þær aðeins fram úr okkur. Við komum til baka og spilum alveg gríðarlega vel þrátt fyrir að vera að spila fyrir fullu húsi áhorfenda sem voru allir á bandi Englendinga. Við erum að sýna það í þessum leik að við erum í framför. Við erum að fara út með ungt lið og erum að ná góðum úrslitum," sagði Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna, í viðtali eftir leik. Stig íslenska liðsins í leiknum: Helena Sverrisdóttir 19 (10 stoðs. 7 stolnir, 5 fráköst, 31 mín.) Birna Valgarðsdóttir 11 (5 fráköst, 4 stolnir, 29 mín.) Erla Þorsteinsdóttir 11 (7 fráköst, 32 mín.) Rannveig Randversdóttir 9 (18 mín.) Signý Hermannsdóttir 8 (6 fráköst, 2 varin skot, 28 mín.) María Ben Erlingsdóttir 8 (16 mín.) Svava Ósk Stefánsdóttir 2 (7 mín.) Hildur Sigurðardóttir 2 (16 mín.) Helga Jónasdóttir 2 (3 mín.) Alda Leif Jónsdóttir (13 mín.) og Bryndís Guðmundsdóttir (2 mín.) léku einnig en náðu ekki að skora. Alda Leif fór útaf með 5 villur. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir hvíldi í þessum leik en kemur inn fyrir leikinn í Sheffield á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×