Yfirlit yfir úrslit kosninga 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira