Erlent

Tugir manna særðust eða létust

Tugir manna, þar á meðal börn, særðust eða biðu bana í átökum í Írak í gær. Skotbardagar brutust út á milli hers bandarískra og írakskra hermanna og uppreisnamanna í borginni Fallujah í Írak í morgun Talsmenn Bandaríkjahers segja að aðeins sé um að ræða fáa uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni. Vopnaðir hermenn þræddu götur og hús í Fallujah í nótt til þess að ná síðustu uppreisnarmönnunum í borginni. Loftárásum var jafnframt haldið úti á suð-vesturhluta Fallujah í gær eða á skotmörk þar sem uppreisnarmenn eru taldir halda til. Mikil reiði ríkir meðal almennings í Írak í kjölfar þess að myndir voru sýndar af bandarískum hermanni skjóta vopnlausan og særðan Íraka til bana..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×