Erlent

Framkvæmdastjórnin samþykkt

Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn, einkum vegna Ítalans Rocco Buttiglione, sem átti að vera yfirmaður dómsmála, en stuðaði marga með íhaldssömum yfirlýsingum sínum um homma og konur. Eftir að Buttiglione dró sig í hlé, lægði öldurnar og nú hefur tillaga Barosso fengið samþykki þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×