Uppsagnir á Ólafsfirði 18. nóvember 2004 00:01 Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Sjá meira