Erlent

Fimm létust í eldsvoða í Sviss

Fimm slökkviliðsmenn létu lífið í eldsvoða í bílastæðahúsi þegar loft þess hrundi í Gretzenbach í Sviss í gær. Lík mannanna fundust í rústunum þegar langt var liðið á kvöld eftir tíu tíma leit í þykkum reyknum. Í gærkvöldi voru tveir slökkviliðsmenn enn ófundnir. "Svo lengi sem við vitum ekki fyrir víst að þeir séu dánir, þá höldum við áfram leitinni," sagði Paul Haus, slökkviliðsstjóri. Alls voru ellefu slökkviliðsmenn inni í bílastæðahúsinu þegar það hrundi, þrír sluppu ómeiddir og þeim fjórða var bjargað og hann fluttur á sjúkrahús með reykeitrun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×