Erlent

Hundar fá nýja eigendur

Fjöldi hunda sem bjargað var úr sláturhúsi á Filipseyjum hefur nú fengið nýja eigendur. Lögregla og meðlimir dýraverndunarsamtaka réðust inn í sláturhúsið í fyrradag og björguðu 45 hundum. Hundarnir voru illa farnir en þeim hafði verið troðið inn í lítil stálbúr og múlaðir með reipi. Hundakjöt þykir mikið lostdæti og selst dýru verði á Fillipseyjum. Hundakjöt þykir jafnframt fínn matur á veitingahúsum þar. En þeir sem versla með hundakjöt tilbúnir að leggja á sig þónokkra áhættu sökum þess hvað verðið á því hefur verið gott. Þeir geta hins vegar átt á hættu að fá tveggja ára fangelsins dóm eða háar sektir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×