Erlent

Innilokaðir í brennandi húsi

Sex slökkviliðsmenn eru fastir inni í bílastæðahúsi í bænum Gretzenbach í Sviss en eldur varð laus í húsinu í morgun. Slökkviliðsmennirnir urðu inniloka þegar þak hússins hrundi og að sögn talsmanns lögreglunnar í bænum eru líkurnar á því að mennirnir finnist á lífi orðnar hverfandi. Tíu slökkviliðsmenn voru inni í húsinu þegar þakið hrundi og sluppu þrír þeirra ómeiddir en einn var fluttur á sjúkrahús vegna mögulegrar reykeitrunar að því er Reuters greinir frá. 200 björgunarmenn vinna þessa stundina að björgun mannanna sex og er meðal annars notast við stórvirkar vinnuvélar til þess arna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×