Erlent

Dó brennivínsdauða á flóttanum

Liðlega þrítugur finnskur karlmaður rændi í gær hótel í bænum Turku í vesturhluta landsins, drakk sig öfurölvi og dó síðan brennivínsdauða í leigubíl þar sem lögreglan handtók hann. Ræninginn hafði hótað starfsmanni í afgreiðslu hótelsins með vopni og heimtað fé og áfengi. Hann tók síðan starfsmanninn með sér í hraðbanka, neyddi hann til að taka út peninga og dró hann svo með sér í leigubílinn þar sem hann hóf ótæpilega drykkju sem endaði með fyrrgreindri handtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×