Erlent

Sharon reiðubúinn til viðræðna

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Mahmoud Abbas, einn af leiðtogum Palestínumanna, til að reyna að ná samkomulagi um framtíð Gasa svæðisins. Þetta er haft eftir Ariel Sharon í Newsweek tímaritinu, en þar kemur fram að hann vilji reyna að semja við Palestínumenn um brottflutning hersins frá Gaza svæðinu. Í öðru viðtali segir Mahmoud Abbas að hann sé reiðubúinn að hitta Sharon að máli, en ekki fyrr en eftir fyrirhugaðar kosningar í Palestínu 9. janúar næstkomandi. Þetta er töluverð breyting á afstöðu Sharons því undanfarna 15 mánuði hefur hann sniðgengið forystumenn Palestínumanna. Abbas þykir líklegur sem næsti forseti Palestínumanna. Sharon sniðgekk Yasser Arafat, fyrrverandi leiðtoga Palestínumanna, sem lést fyrr í mánuðinum, en hafði hitt Abbas á nokkrum fundum í fyrra. Eftir sjálfsvígssprengju í Jerúsalem í ágúst, hætti Sharon hins vegar öllum samskiptum við Palestínumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×