Erlent

Stökk af 86. hæð

Maður framdi sjálfsmorð í New York með þeim hætti að hann stökk fram af 86. hæð Empire State byggingarinnar sem er einn fjölfarnasti ferðamannastaður Manhattan, samkvæmt CNN. Maðurinn þurfti að klifra yfir öryggisgirðingu til þess að stökkva niður og lést hann samstundis við fallið. Engin persónuskilríki fundust á manninum. Að minnsta kosti 31 maður framið sjálfsvíg með því stökkva fram af byggingunni sem laðar að sér yfir 3,8 milljónir manna á hverju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×