Erlent

Óttast um tvöhundruð námumenn

Óttast er um afdrif hátt í tvö hundruð námumanna, sem sitja fastir inni í kolanámu eftir gríðarlega gassprengingu í norðurhluta Kína í gærkvöldi. Um þrjú hundruð kolanámumenn voru við störf þegar sprengingin varð, en rúmlega hundrað tókst að forða sér. Mikill reykur á slysstaðnum hefur hamlað björgunarstarfi. Þetta er þriðja alvarlega kolanámuslysið sem verður í Kína á stuttum tíma, en fyrr í þessum mánuði létu þrjátíu og þrír menn lífið. Alls hafa rúmlega fjögur þúsund kolanámumenn látið lífið við störf í Kína, það sem af er þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×