Erlent

Allawi ekki á fund ESB?

Vegna versnandi ástands í Írak er óvíst hvort forsætisráðherra landsins, Iyad Allawi, fari til fundar við utanríkisráðherra aðildarlanda Evrópusambandsins í næstu viku. Fundurinn var áætlaður nk. mánudag þar sem ræða átti aðild sambandsríkjanna 25 að uppbyggingu í landinu í kjölfar valdaskiptanna þann 28. júní síðastliðinn. Ástandið í Írak er mjög slæmt þessa dagana og var m.a. gerð eldflaugaárás á heimili Allawis í gær en engan sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×