Erlent

Kerry lofar auknu öryggi

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur heitið því að bæta verulega úr öryggismálum í Bandaríkjunum, verði hann kjörinn forseti í haust. Kerry segir niðurstöður skýrslunnar um hryðjuverkin 11. september 2001, sem birt var í gær, fela í sér einföld skilaboð til allra Bandaríkjamanna um að hægt sé að gera betur og það muni hann gera, komist hann til valda. Í skýrslunni eru bæði George W. Bush og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndir fyrir að hafa ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þeir hafa þó báðir lýst yfir ánægju sinni með niðurstöður skýrslunnar og eru sammála þeirri gagnrýni sem þar kemur fram. Bush segir stjórn sína þegar hafa bætt úr mörgum atriðanna sem týnd eru til í skýrslunni og sögð þarfnast úrbóta. Myndin sýnir John Kerry í Boston á miðvikudag en hann er nú á kosningaferðalagi vítt og breitt um Bandaríkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×