Enginn venjulegur bíll 19. september 2004 00:01 Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll. Bílar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Það er einstök tilfinning að setjast upp í Porsche 911, hann er einfaldlega ekki líkur öðrum bílum. Útlitið og hönnunin er auðvitað kafli út af fyrir sig. Porsche 911 er einstaklega fallegur sportbíll, hönnunin byggir á hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1963. Hann hefur auðvitað verið í stöðugri þróun, meira er lagt í alls konar smáatriði en áður og kunnugir segja aksturseiginleikana bara fara batnandi. Undirrituð hafði ekki svo mikið sem sest upp í Porsche sportbíl áður en hann kom til landsins á dögunum. Aðeins var tekið í beinskipta bílinn en það var einkum sá sjálfskipti sem var prófaður. Og það er skemmst frá því að segja að upplifunin var mjög áhrifamikil. Af mörgu er að taka. Bíllinn er náttúrlega einstaklega kraftmikill og hröðunin gífurleg. Í handbókinni kemur fram að hann er 5 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða, undirrituð tók ekki tímann með skeiðklukku en sannreyndi að það tekur örskamman tíma að koma honum á fulla ferð. Bíllinn steinliggur á veginum og auðvitað alveg frábært að gefa í og finna öryggið í bílnum þó að hann sé kominn á talsverða ferð. Bílstjórinn fær á tilfinninguna að hann sé að aka alvöru bíl, hljóðið er mjög skemmtilegt í bílnum sem lætur einkanlega vel að stjórn. Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur og leikandi. Krafturinn í vélinni nýtur sín vel þegar tekið er af stað. Bíllinn vekur auðvitað dúndurathygli og þannig séð öðruvísi tilfinning að ferðast um í honum en öðrum bílum. Það er hins vegar ekki fyrr en komið er út fyrir bæinn að hægt er að láta bílinn njóta sín á beinum og breiðum vegi. Bíllinn haggast ekki í beygjum, ekki þarf að draga úr hraðanum. Bremsurnar eru alveg pottþéttar, það er auðvelt að snarstoppa. Íslenskar aðstæður bjóða samt ekki upp á full not af aksturseiginleikunum, mikið held ég að væri gaman að aka þessum bíl á evrópskum hraðbrautum. Þetta er vitaskuld ekki bíllinn fyrir fjölskylduna - aftursætin eru lítil og ekki þægileg fyrir fullorðið fólk, en frábær bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að aka. Gripurinn er ekki á færi hins venjulega launþega: kostar um 10 milljónir, en skiljanleg fjárfesting þeirra sem eiga fyrir bílnum. Þetta er einfaldlega ekki venjulegur bíll.
Bílar Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira