Erlent

Palestínumaður skotinn til bana

Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann til bana á Gasa-ströndinni í morgun. Hermenn voru þar í leit að neðanjarðargöngum sem notuð eru til vopnasmygls. Ekki er ljóst á þessari stundu  hvort að maðurinn tengdist smygli eða hryðjuverkastarfsemi. Sjónarvottar segja að annar maður til hafi látist á sjúkrahúsi af völdum sprengjusára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×