Erlent

Boðað til allsherjarverkfalls

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í Úkraínu til að mótmæla endanlegum úrslitum í forsetakosningum þar en yfirkjörstjórn sendi þau frá sér í gær. Slagsmál brutust út meðal þingmanna eftir að úrslitin voru kunngerð. Mótmælendum á götum Kænugarðs fjölgar dag frá degi og ljóst að stór hluti almennings mun ekki sætta sig við kosningasvindl sem fullyrt er að hafi verið töluvert. Leonid Kuchma, forseti landsins, segir það ramba á barmi borgarastyrjaldar. Óttast er að öryggissveitir verði kallaðar út til að takast á við mótmælendurna og knýja þá til uppgjafar. Bandaríkjamenn segjast ekki munu viðurkenna úrslit kosninganna, enda eru þeir hlynntari Viktor Júsjenkó, en Rússar hafa lýst yfir ánægju með sigur Viktors Janúkóvitsj.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×