Erlent

Fuglaflensa næsti heimsfaraldur

Næsti heimsfaraldur verður að líkindum af völdum fuglaflensu að mati sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Einn stofn fuglaflensu, H5N1, hefur reynst mannfólki banvænn og telja sérfræðingarnir að hann sé til þess fallinn að dreifast um heimsbyggðina og sýkjast á bilinu 25-30% jarðarbúa. Fjöldi dauðsfalla gæti orðið á bilinu 2-7 milljónir. Það er ekki spurning um hvort faraldurinn geri vart við sig heldur hvenær, segir Doktor Klaus Stohr hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en hann fer fyrir áætlun gegn inflúensufaraldri í heiminum. Enginn veit hvenær næsti faraldur breiðist út en sérfræðingarnir segja bráðnauðsynlegt að vera við honum búinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×