Erlent

Háttsettir CIA-menn segja upp

Tveir háttsettir starfsmenn CIA-leyniþjónustunnar hafa sagt upp störfum vegna óánægju með yfirstjórn CIA. Ekki verður upplýst hverjir starfsmennirnir tveir eru þar sem þeir hafa unnið að leynilegum verkefnum en að sögn háttsettra manna innan leyniþjónustunnar er um lykilmenn að ræða sem stjórnað hafa aðgerðum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Aðeins örfáir dagar eru síðan tveir yfirmenn innan leyniþjónustunnar sögðu upp störfum vegna ágreinings við Porter Goss, yfirmann CIA. Goss var skipaður af George Bush forseta í september síðastliðnum en ekki hefur ríkt friður um hann í starfi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×