Erlent

Taílendingar hóta sniðgöngu

Forsætisráðherra Taílands segist munu ganga út af fundi Suðaustur Asíu ríkja í Laos í næstu viku vekji einhver máls á skærum í suðurhluta Taílands þar sem yfir 500 manns hafa fallið á þessu ári. Á dagskrá fundarins er meðal annars hryðjuverkaváin og samruni í anda Evrópusambandsins. Ef Taílendingar hundsa fundinn gæti það seinkað öðrum ráðstefnum ríkjanna þar sem fríverslunarsamningur við Kína er á dagskrá. Yfirleitt gera ríkin ekki athugasemdir við innanlandsmál hvers annars á fundum sem þessum en búist er við að málefni Taílands og Myanmar verði rædd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×