Innlent

Mismikil hækkun launa

Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararannsóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003 til þriðja ársfjórðungs 2004. Á sama tíma hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,6 prósent. Fram kemur að launahækkun starfsstétta hafi verið á bilinu 3,7 til 6,3 prósent. Laun kvenna hafi hækkað um 5,9 prósent en karla um 4,5 prósent. Þá hækkuðu laun utan höfuðborgarsvæðisins um 5,2 prósent en um 4,8 prósent á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×