Stefnt á samninga í dag 16. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira