Gerir forvarnir erfiðari 21. desember 2004 00:01 Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt forvarnastarf í áfengis- og fíkniefnamálum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. "Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ungmenni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer forgörðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög miður í því ljósi." Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í samfélaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveldara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. "Þessi mikli innflutningur beinist fyrst og fremst að stórneytendunum. Fíkniefni verða einnig fáanleg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partíhaldi og öðru viðlíka." Árni sagði að allt sem takmarkaði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og "runa af frumvörpum" um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslumiðstöðin myndi kalla eftir svörum um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heilbrigðis- og forvarnamálum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira