Sport

Bikarmeistararnir taka á móti Fylki

Gísli Guðmundsson hefur farið á kostum með ÍR í vetur og vann sér meðal annars sæti í íslenska landsliðshópnum á dögunum,
Gísli Guðmundsson hefur farið á kostum með ÍR í vetur og vann sér meðal annars sæti í íslenska landsliðshópnum á dögunum,

Stórleikur kvöldsins er klárlega viðureign bikarmeistara ÍR og Fylkis en bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í DHL-deildinni í vetur og má því búast við fjörugri rimmu í Austurbergi í kvöld.

Fréttablaðið heyrði hljóðið í Finnboga Sigurðssyni, þjálfara ÍR, en hann þykir hafa gert ótrúlega hluti í vetur með nánast nýtt lið í höndunum. "Þessi viðureign leggst alveg ljómandi vel í mig og mikil tilhlökkun. Það er vonandi að fólk fjölmenni á völlinn," sagði Finnbogi léttur í bragði en hann hefur ekki mætt Fylki það sem af er leiktíðinni.

"Fylkir er með mjög gott lið og reynslumikið. Árangur þeirra í vetur kemur mér ekkert á óvart. Engu að síður met ég okkar stöðu vel og ég held við vinnum þennan leik." ÍR missti nánast allt byrjunarlið sitt í sumar en Finnbogi hefur náð að þjappa hópnum vel saman og barið saman liðsheild sem getur velgt hvaða liði sem er hér á landi undir uggum.

"Okkar takmark er að vera á meðal átta efstu í deildinni og svo yrði það bónus að komast langt í bikarnum," sagði Finnbogi en hver er lykillinn að þessu góða gengi liðsins í vetur? "Það er liðsheildin og svo er liðið í gríðarlega góðri þjálfun. Svo hafa menn gaman af því sem þeir eru að gera og það hjálpar mikið til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×