Ford Focus með ýmsum nýjungum 19. febrúar 2005 00:01 Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira