Innlent

Ályktunardrög fara víða

Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum. Í frétt Reuters er haft eftir Steingrími Ólafssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi ekki uppi neinar áætlanir um að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu og einnig er haft eftir Steingrími að það kæmi honum ekki á óvart yrði þessum drögum breytt áður en ályktun í sambandi við Evrópusambandið yrði samþykkt. Þá vitnar Steingrímur einnig í Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, sem segi að ekki sé rétt að hefja slíkar viðræður núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×