
Sport
Keflavík-Mainz á boltavaktinni

Síðari leikur Keflavíkur og Mainz frá Þýskalandi í Evrópukeppni félagsliða verður á boltavaktinni hér á Vísi í kvöld, þar sem fylgst verður grannt með gangi mála í leiknum. Keflvíkingar töpuðu fyrri leiknum ytra með tveimur mörkum gegn engu, en gera sér vonir um að stríða þýska liðinu á Laugardalsvellinum í kvöld. Lið Mainz er fyrnasterkt og því er ljóst að róðurinn verður þungur hjá Keflvíkingum.