Foreldrarnir vilja áfrýjun 12. júlí 2005 00:01 Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Foreldrar stúlku sem beið bana þegar ekið var á hana við Bíldudal í fyrra vilja að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur Vestfjarða vísaði bótakröfu þeirra frá þar sem ekki hafi verið um stórfellt gáleysi að ræða. Umferðarstofa segir að dómstólar verði að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið í svona málum. Þar gæti ekki þeirra forvarnarsjónarmiða sem Umferðarstofa vill halda á lofti. Stúlkan, sem var á fimmtánda ári, var á gangi á Bíldudalsvegi ásamt yngri stúlku og hundi. Hundurinn hljóp út á veginn og stökk stúlkan á eftir honum og varð þá fyrir bílnum sem ekið var á miklum hraða eftir veginum. Ökumaðurinn kveðst sjálfur hafa verið á 150 kílómetra hraða skömmu áður, en þegar hann sá stúlkurnar á gangi hafi hann hægt ferðina og beygt til vinstri. Sérfræðingur sem kallaður var til telur að bíllinn hafi verið á 112 kílómetra hraða þegar stúlkan lenti á honum en hún kastaðist 25 metra við höggið. Ökumaðurinn var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, og til sex mánaða ökuleyfissviptingar. Foreldrar stúlkunnar kröfðust miskabóta en Héraðsdómur Vestfjarða vísaði þeirri kröfu frá dómi. Skilyrði til greiðslu bóta þurfi að vera ásetningur eða stórfellt gáleysi og taldi dómarinn að ökumaðurinn hafi ekki sýnt svo stórfellt gáleysi að lagaskilyrði séu til bótagreiðslu. Að sögn réttargæslumanns foreldranna hafa þeir falið honum að skrifa ríkissaksóknara bréf þar sem farið er fram á að dómi héraðsdóms verði áfrýjað og að Hæstiréttur fjalli um þetta mat héraðsdómarans. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu vildi ekki tjá sig um þennan einstaka dóm en sagði að dómstólar þurfi að gæta að því hvaða skilaboð sé verið að senda út í samfélagið. Þau séu ekki alltaf í samræmi við þau forvarnarsjónarmið sem Umferðarstofa vilji að haldið sé á lofti.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira