Sport

Tap fyrir Ítölum í fyrsta leik

Stórleikur hjá Berglindi.  Valsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir varði 25 skot gegn Ítalíu í gær.
Stórleikur hjá Berglindi. Valsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir varði 25 skot gegn Ítalíu í gær.

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hóf leik í undankeppni EM á Ítalíu í gærkvöld. Ísland er í riðli með fimm öðrum liðum og komast fjögur efstu liðin áfram í umspilsleiki sem fram fara næsta sumar. Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn heimamönnum í gær og tapaðist með sex mörkum, 19-25.

Íslenska liðið lék ágætlega framan af en ítalska liðið tók forystuna fyrir leikhlé og leiddi með þrem mörkum í leikhléi, 14-11. Þeirri forystu sleppti liðið aldrei í síðari hálfleik og vann sannfærandi sigur.

Haukastúlkan Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu en besti leikmaður Íslands að þessu sinni var markvörðurinn Berglid Íris Hansdóttir, markvörður Vals, sem varði 25 skot og átti stórleik. Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði þrjú mörk en aðrar voru með minna. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Belgíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×