Mikið rætt um Strætó í borgarráði 11. ágúst 2005 00:01 Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa. Meirihluti Reykjavíkurlistans beindi því sérstaklega til stjórnar Strætó bs. í bókun á fundinum að hún leitaði leiða til að lengja þjónustutíma til miðnættis þannig að komið yrði til móts við þarfir vaktavinnufólks. Jafnframt yrðu gagnlegar ábendingar og reynsla á fyrstu vikum leiðakerfisins nýtt til að sníða af vankanta í tímatöflum og á leiðakerfinu. Þá samþykkti borgarráð fyrir sitt leyti að veita strætisvögnum forgang í umferðinni um ákveðna kafla Lækjargötu og Miklubrautar en endanleg ákvörðun um það liggur hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Enn fremur lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um að fram færi ítarleg úttekt á nýja leiðakerfinu, m.a. vegna kvartana frá almenningi, en sú tillaga var felld. Auk málefna Strætós var rætt um fyrirhugaða byggingu nýs bíóhúss við Egilshöllina, en eigi áformin að ganga eftir kallar það á þá breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur að byggingasvæði í kringum mannvirkið verði stækkað. Borgarráð samykkti í dag að auglýsa breytinguna. Verður það gert á næstu dögum og þá gefst íbúum kostur á að kynna sér breytinguna frekar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa. Meirihluti Reykjavíkurlistans beindi því sérstaklega til stjórnar Strætó bs. í bókun á fundinum að hún leitaði leiða til að lengja þjónustutíma til miðnættis þannig að komið yrði til móts við þarfir vaktavinnufólks. Jafnframt yrðu gagnlegar ábendingar og reynsla á fyrstu vikum leiðakerfisins nýtt til að sníða af vankanta í tímatöflum og á leiðakerfinu. Þá samþykkti borgarráð fyrir sitt leyti að veita strætisvögnum forgang í umferðinni um ákveðna kafla Lækjargötu og Miklubrautar en endanleg ákvörðun um það liggur hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Enn fremur lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um að fram færi ítarleg úttekt á nýja leiðakerfinu, m.a. vegna kvartana frá almenningi, en sú tillaga var felld. Auk málefna Strætós var rætt um fyrirhugaða byggingu nýs bíóhúss við Egilshöllina, en eigi áformin að ganga eftir kallar það á þá breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur að byggingasvæði í kringum mannvirkið verði stækkað. Borgarráð samykkti í dag að auglýsa breytinguna. Verður það gert á næstu dögum og þá gefst íbúum kostur á að kynna sér breytinguna frekar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira