Erlent

Herafli NATO ófullnægjandi

Atlantshafsbandalagið viðurkenndi í dag að alvarlegur fjárskortur kæmi í veg fyrir að hersveitir á vegum bandalagsins gætu brugðist skjótt við ef neyðarástand kæmi upp. Eingöngu þrjár af Evrópusambandsþjóðunum tuttugu og fimm hafa mætt kröfum um að verja tveimur prósentum þjóðartekna sinna til varnarmála. Þetta eru Frakkland, Bretland og Grikkland. Framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer, sagði friðargæsluverkefnin í Kosovo og Afganistan ganga vel en óvíst væri með framtíðarverkefnin. NATO ætti hreinlega ekki nýjustu tæki og tól sem þyrfti í næstu verkefni. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin verja tæpum fjórum prósentum sinna þjóðartekna til varnarmála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×