Varð undir hesti sínum í göngum
Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna slyss í Þverárdal inn af Skíðadal en þar hafði gangnamaður orðið undir hesti sínum og slasast nokkuð. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á staðin frá Dalvík. Hinn slasaði var borinn á móts við sjúkrabíl um 5 kílómetra leið.