Annir vestra tefja varnarviðræður 15. febrúar 2005 00:01 Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira