Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað beiðni Newcastle um að draga rauða spjaldið sem Lee Bowyer fékk á móti Liverpool á dögunum til baka og því þarf leikmaðurinn að sætta sig við þriggja leikja bann. Hann missir því af leikjum liðs síns við Tottenham og Middlesbrough í deildinni og bikarleiknum við Mansfield.
Leikbannið stendur
