Innlent

Mótmælir reykingabanni

Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun vegna lagafrumvarps um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þar ítrekar félagið að það sé óréttlætanlegt að ríkið banni fólki að stunda löglegar athafnir á eign sinni. Þar segir enn fremur: „Reykingar eru löglegar. Það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins að mega anda að sér lofti ómenguðu tóbaksreyk. Þeim rétti framfylgjum við best með því að láta vera að fara inn á veitingastaði þar sem reykingar eru leyfðar, eða ráða okkur þar í vinnu. Sá sem á kaffihús hefur enga skyldu til að hleypa hverjum sem er inn, fremur en hann er skyldugur til að hleypa fólki heim til sín. Því síður hefur hann skyldu til að hleypa fólki inn með þeim afleiðingum að réttindi annars fólks inni á kaffihúsinu séu skert. Frelsi er til staðar fyrir þá sem eru á móti reykingum að opna reyklausa staði. Að sama skapi á frelsi að vera til staðar fyrir þá sem vilja opna staði og heimila reykingar inni á þeim.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×