Niðurlægðir í framlengingu 16. júlí 2005 00:01 FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur. Íslenski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Sjá meira
FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara. FH skoraði fjögur mörk í framlenginunni og allir þrír varamenn liðsins voru þá á skotskónum.Leikurinn var annars frábær skemmtun, færi á báða bóga allan tímann og bæði lið gerðu tilkall til farðmiðans í undanúrslitin.Skagamenn fengu óskabyrjun þegar Andri Júlíusson kom þ eim yfir eftir aðeins 3 mínútna leik með skalla af markteig og Andri ásamt eldfljótum félögum sínum í Skagasókninni, Ellerti Jóni Björnssyni og Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, átti eftir að stríða varnarmönnum FH margoft í leiknum. FH-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér nokkur góð færi en Bjarki Guðmundsson var í miklu stuði í marki ÍA og varði meðal annars vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tryggvi Guðmundsson bætti fyrir vítaspyrnuna sem hann klúðraði í fyrri hálfleik með því að skora og leggja upp mark fyrir varamanninn Jóns Þorgríms Stefánssonar sem kom FH í 2-1 og braut niður mótstöðu Skagamanna sem höfðu megnið af leiknum gert Íslandsmeisturunum lífið leitt. Það var nefnilega ekki margt í spilunum þegar Ólafur Jóhannesson blés til sóknar þegar hálftími var eftir af leiknum en innkoma þeirra Jóns Þorgríms Stefánssonar og Jónasar Grana Garðarsson lífgaði mikið upp á sóknarleik FH-liðsins og innan 10 mínútna var Tryggvi Guðmundsson búinn að jafna leikinn með viðstöðulausu skoti eftir laglega sókn og sendingu Davíðs Þórs Viðarssonar. Jón Þorgrímur, Jónas Grani og þriðji varamaðurinn Atli Viðar Björnsson komust síðan allir á blað ásamt Allan Borgvardt í framlengingunni. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna var afar óhress með úrslitin. "Þetta var hörku bikarleikur fyrstu 90 mínúturnar. Við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn í venjulegum leiktíma og það var mikið kjaftshögg að fá á sig þetta jöfnunarmark, því svo vorum við bara niðurlægðir í framlengingunni," sagði Gunnlaugur. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sagði að leikurinn hefði verið sínum mönnum erfiður. "Við erum nýkomnir úr erfiðu ferðalagi í Evrópukeppninni, þannig að ég var dálítið hræddur um að menn færu að þreytast þegar leikurinn fór í framlengingu, en sem betur fer náðum við að klára þetta. Skagamenn voru erfiðir viðureignar, en við náðum að slá þá út af laginu í fljótlega með þessum mörkum í framlengingunni," sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga