Allen Iverson skoraði 43 stig og Kyle Korver jafnaði presónulegt stigamet með 26 stigum fyrir Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt þegar liðið batt enda á fjögurra leikja samfellda ósigurgöngu sína með 119-115 sigri á Charlotte Bobcats. 10 leikir fóru fram í deildinni í nótt.
Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir LA Lakers sem vann sigur á Chicago Bulls, 93-80 og hinn þýski Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Memphis Grizzlies 90-83.
Úrslit næturinnar urðu eftirfarandi:
Charlotte - Philadelphia 115-119
New Jersey - Cleveland 109-100
Denver - Miami 100-92
Dallas - Memphis 90-83
LA Lakers - Chicago 93-80
Boston - San Antonio 89-101
Seattle - Utah 106-90
New York - Phoenix 81-85
New Orleans (Oklahoma) - Portland 95-98
Detroit - Golden State 106-103
Iverson með 43 stig
