Vill að læknar reki sjúkrahús 5. september 2005 00:01 Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira