Erlent

Ráðherrann gagnrýnir Schröder

Forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í morgun í kjölfar þess að þýska þingið harmaði meint þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöld. Þingið samþykkti í gær einróma, og þar með Schröder og hans flokkur, ályktun um að harma morðin, auk þess að fara fram á rannsókn á þeim. Því er haldið fram að Tyrkir hafi drepið 1,5 milljón Armena í skipulögðum þjóðarmorðum á árunum 1915-1923. Tyrkir segja fjöldann vera mun minni, og því ekki flokkast sem þjóðarmorð, og fullyrða að mun fleiri Tyrkjar hafi látist í átökum á þessum árum. Þjóðverjar hafa hingað til stutt þá tillögu að Evrópusambandið gangi til aðildarviðræðna um inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið en búist er að við að þetta viðkvæma mál gæti breytt einhverju þar um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×