Erlent

Trúleysi veldur páfa áhyggjum

Benedikt sextándi páfi, kom í gærkvöld til Ítalíu, eftir fjögurra daga heimsókn til Þýskalands þar sem hann sagði kaþólskum biskupum að þeir yrðu að leggja meira á sig til að fá menn í prestastarfið og til að fá fólk til að ganga í kaþólsku kirkjuna. Hann kvartaði undan gríðarlegum skorti á nýliðum í starfinu. Páfi sagði að vaxandi veraldarhyggja og afkristnun væri sífellt meira vandamál í Þýskalandi. Þá sagði hann marga segja sig úr kirkjunni, og ef þeir héldu áfram að vera í henni, færu þeir einungis að hluta til eftir kaþólskum kennisetningum og það væri áhyggjuefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×