Erlent

Haldlögðu þrjú tonn af kókaíni

Sjóher Venezuela lagði í gær hald á rúmlega þrjú tonn af kókaíni sem voru um borð í skipi sem sigldi á alþjóðlegu hafsvæði austur af Trinidad-eyju. Í bátnum voru alls níu menn og voru þeir allir handteknir en skip sjóhersins hafði elt bátinn í þrjá daga. Eiturlyf frá Kólumbíu, aðallega kókaín, fer oft um Venezuela en þaðan er það flutt til Bandaríkjanna og til Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×