Erlent

Fjörutíu særast í nautahlaupi

Að minnsta kosti fjörutíu særðust, þar af fimmtán alvarlega, eftir að þúsundir manna tóku þátt í nautahlaupi í Tlaxcala í Mexíkó í gær. Um er að ræða árlegan viðburð sem felst í því að sleppa fjölda nauta út á götur borgarinnar í von um að það nái engum en samskonar viðburður er haldinn á Spáni á hverju ári. Nautið náði hins vegar þó nokkrum. Enginn lést í þetta skiptið en í fyrra létust fjórir og yfir 30 slösuðust þegar hátíð þessi var haldin. Þrátt fyrir mikið mannfall hætta menn ekki og er þetta í fimmtugasta og fyrsta skipti sem nautahlaupið fer fram í Mexíkó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×