Erlent

Millilandaflug hefst til Basra

Flugsamgöngur hafa verið milli Basra og Bagdad, en 550 kílómetrar eru milli borganna. Vélin, sem er í eigu Phoenix Air-flugfélagsins kom frá Dúbaí með 22 farþega en félagið áætlar að fljúga tvisvar í viku milli Dúbaí og Basra. Millilandaflug lagðist af 1990 eftir að Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptabann á Írak í kjölfar innrásar Íraka í Kúvæt. Stefnt hefur verið að því að opna að nýju millilandaflugvelli víðs vegar um Írak eftir að ríkistjórn Saddams Hussein var komið frá. Stjórnendur flugfélaga hafa hins vegar verið hikandi við að fljúga til landsins vegna þess að árásir hafa verið gerðar á flugvélar sem taka á loft eða lenda á alþjóðlega flugvellinum í Bagdad. Þá er tryggingargjald á flugvélum sem fljúga til og frá Írak í hærri kantinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×